Neyðarmóttakan á Heilsustofnun Suðurnesja

1044 Skoðað

Lyfjaskápurinn á bráðamóttökunni.
Lyfjaskápurinn á bráðamóttökunni.

Það er óhætt að segja að meðfylgjandi mynd af lyfjaskápnum á neyðarmóttöku Heilsustofnunar Suðurnesja sé ekki til þess fallin að laða fólk að stofnunni.   Þarna ægir öllu saman í einum graut og er það eina sem er í viðkomandi skoðunnarherbergi.

Allir vita að ástandið á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum á landinu eru bágbornar en ef ástandið er svona í öllum herbergjum á bráðamóttöku HSS, þá er ástandi verra en raunverulega er gefið upp.

Nú hafa stjórnvöld þegar boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum og þar með talið í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að hafa sagt allt annað í aðdraganda kosningana og verður því fróðlegt að sjá hvað þarf að leggja margar heilsugæslur niður á landsbyggðinni, segja upp mikið af starfsfólki og svo mætti lengi telja.

Þetta ástand sem sést á myndinni af lyfjaskápnum er varla einsdæmi og má örugglega finna sambærilega skápa víða á landsbyggðinni, ef ekki verri.

Þvílíkur skandall.

1044 Skoðað