Forsetinn þrætir fyrir orð sín í setningarræðu Alþingis

1109 Skoðað

Ólafur Ragnar Grímsson

Það er ekki stórmannlegt að þræta fyrir orð sín og gerðir en það gerir enginn annar en forseti þjóðarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Rúv þann 27.06.2013 en þar segir hann að hann hafi aldrei sagt að Evrópusambandið vildi ekki taka við íslandi.
Í þingsetningarræðu sinni segir hann hins vegar þetta.

Viðræðurnar við Ísland hafa líka gengið afar hægt – nú þegar staðið
lengur en þegar norrænu EFTA-ríkin, Svíþjóð og Finnland, áttu í hlut.
Kjörtímabilinu lauk án þess að hreyft væri við þeim efnisþáttum sem mestu máli skipta fyrir okkur Íslendinga.
Þessi atburðarás og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska
áhrifamenn hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur.

Þarna talar Herra Ólafur Ragnar Grímsson þvert ofan í það sem hann sagði í ræðu sinni þann 6. júní síðastlíðin, en ræðuna má sjá hér í heild sinni.

Á vef Rúv segir hann aftur á móti þetta:

Ég sagði í þingsetningarræðunni að það væri margt sem að benti til þess að og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn að af ýmsum ástæðum sem að ég rakti í ræðu minni meðal annars þeirri að ekki væri unnt að ljúka viðræðum nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild.

Hér að neðan er svo myndband sem Lára Hann Einarsdóttir hefur klippt saman og þar er hægt að hlusta á þetta milliliðalaust.

1109 Skoðað