Staðhæfingar Vigdísar Hauks um kostnað vegna Stjórnlagafrumvarps

JÁ! ÞETTA ER TIL ÞÍN!

2511 Skoðað

Gauji grallaraspói sendi okkur þessa athyglisverðu ábendingu og látum við hana fylgja hér í heilu lagi.

Vigdís Hauksdóttir

Þann 16 júní var Vigdís Hauks í viðtali á Sprengisandi ásamt Margréti Tryggva og Svandísi Svavars. Vigdís hélt því statt og stöðugt fram, þrátt fyrir ítrekaðar leiðréttingar Margrétar, að vinna við Stjórnlagafrumvarpið hefði kostað þjóðina 2 milljarða ísl. króna. Skrifstofa alþingis hefur svarað fyrirspurn um kostnað: Hver var kostnaðurinn við vinnu við drög að nýrri stjórnarskrá? Svar frá skrifstofu Alþingis: a. Kostnaður við þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð nam 335.8 milljónum króna b. Kostnaður við stjórnlagaþingskosningarnar 2010 nam um 240 milljónum króna. c. Kostnaður við aðkeypta sérfræðiþjónustu vegna umfjöllunar Alþingis um tillögur stjórnlagaráðs nam um 19.2 milljónum króna. d. Kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs í okt. 2012 (þar með talið kynningarefni) nam um 281.2 milljónum króna. Samtals 876.2 milljónir króna. Skemmtileg framsetning á tölum: 2 milljarðar vs. 876.2 milljónir króna. hjá formanni fjárlaganefndar alþingis.

Það er hægt að hlusta á þann hluta þáttarinns sem þetta kemur fram, en undirritaður ætlar ekki að reyna að skrifa inn það sem fram fer í þættinum enda garga þær hver ofan í aðra hvað eftir annað.
Það er mjög áríðandi að hlusta á allt hljóðbrotið.

Hér má svo lesa svarið frá skrifstofu Alþingis um kostnaðinn við þjóðfundinn og stjórnlagaráð.

Það er hreint með ólíkindum að Vigdís geti ekki sagt satt þegar hún er í viðtali í útvarpi.  Hatrið gagnvart vinstri flokkunum er svo grímulaust að það réttlætir að ljúga öllu sem henni dettur í hug og saka svo aðra um hatur í garð Framsóknar.

Að gefnu tilefni skal það sérstaklega tekið fram að sá sem þetta skrifar fær ekki greitt fyrir það.

2511 Skoðað