Algerlega vanhæfir stjórnendur Strætó bs

2053 Skoðað

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.

Það er varla hægt að segja annað en að stjórnendur Strætó bs hafi heldur betur skitið í buxurnar ef það reynist satt sem haft er eftir þeim í DV í dag.
Þar segir frá því hvernig ungur maður sem er öryrki hefur lent í því nokkrum sinnum að vera hundskammaður af bílstjórum sem vilja meina að hann sé að misnota miðana þegar hann ferðast með strætó.  Móðir hans segir hins vegar að hann sé þannig fatlaður, (eins og svo fjölmargir aðrir) að það sjáist ekki utan á honum og hann sé þannig að hann geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér og varið sig.  Einu sinni hefur það komið fyrir að honum hefur verið vísa út úr vagninum vegna þess og því hafi hann hætt að nota miðana sem eru sérstaklega fyrir aldraða og öryrkja en keypt þess í stað venjulegt strætókort.
Móðir hans segir að það sé óþolandi að það þurfi að merkja þessa hópa sérstaklega því einfaldast væri að allir væru settir undir sama hatt en ekki dregnir í dilka eins og nú er gert.
Segir Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó að notendur kerfisins sem eru öryrkjar eða eldri borgarar séu aðeins um fimm prósent af heildinni. Það væri því dýrt að halda uppi sérstöku kortakerfi fyrir þann hóp.

Afstaða Strætó bs. er sú að ef veita ætti sérstaka afslætti fyrir þennan hóp þyrfti að koma til sérstakt kortakerfi fyrir hann.

Það þarf ekkert sérstakt kortakerfi fyrir aldraða eða öryrkja því fyrir öryrkjana gerir það ekkert annað en ala á fordómum.  Fordómum sem þeir fá nóg af annarsstaðar þó það sé ekki verið að gera þeim enn erfiðara fyrir með svona dæma lausu bulli eins og framkvæmdastjórinn leyfir sér að láta frá sér.
Svona útskýringar koma aðeins frá einstaklingum sem hafa enga markaðsþekkingu eða viðskiptavit.  Það eina sem þarf að gera til að koma til móts við aldraða og öryrkja væri að selja þeim kortin á lægra verði við framvísun örorkuskírteinis.  Það mundi aðeins kosta smávægilegar upphæðir og þá þarf ekki að draga fólk í dilka og það kæmi líka í veg fyrir að þessir hópar verði fyrir árasum geðvondra bílstjóra.

Það þarf ekki að sérmerkja öryrkja aðeins að sýna þeim smá skilning og koma til móts við þá með þeim hætti sem lýst er hér að ofan.  Svörin sem Reynir Jónsson kemur með eru einskis virði og í raun gjaldfella manninn algerlega sem stjórnanda almenningssamgangnakerfis.

2053 Skoðað