Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Það heitir Holuhraun

Skoðað: 4882

Eldar í Holuhrauni. MYND: Insitute of Earth Sciences.

Eldar í Holuhrauni.
MYND: Insitute of Earth Sciences.

Ég var að hlusta á kvöldfréttir í útvarpinu í bílnum á leiðinni heim þegar fjallað var um eldgosið við Holuhraun og verið að velta fyrir sér hvað ætti nú að kalla þessa nýju eldstöð og hraunið sem þar flæðir úr iðrum jarðar.  Satt best að segja hef ég sjaldan hlustað á annað eins dauðans kjaftæði sem vall upp úr fréttamönnum og viðmælendum þeirra um nafnagiftina og nú loga samfélagsmiðlar af þessari sömu veiki.

HVAÐ Á HRAUNIÐ AÐ HEITA!

Auðvita á það bara að heita Holuhraun enda hefur þetta svæði borið það nafn síðan 1884.

Þetta fár um nafn á hrauninu er hreint út sagt fábjánalegt í besta falli og þeim til skammar sem koma með svona tillögur.
Næst þegar gýs í Heklu, ætla þá fjölmiðlar að heimta að nafninu verði breytt og hún kölluð eftir einhverjum fréttamanni eða búa bara til nýtt örnefni?
Hvað með Bárðarbungu ef þar gýs?
Á að breyta nafninu á henni?
Kötlu?  Eyjafjallajökli?  Öskju?

Ég held ekki.
Ég held því fram að þarna hafi fjölmiðlafólk farið algeru offari í æsifréttamennsku og því miður líka hent frá sér bæði skynsemin og vitinu að auki og ætlast til að gömlu örnefni væri gefið nýtt nafn.

Hraunið og svæðið heitir Holugígar.
Höldum okkur við það.

Skoðað: 4882

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment

Updated: 20. nóvember 2014 — 08:56
Allur réttur áskilin. Jack H. Daniels © 2014

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka