Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Óætir kjúklinganaggar frá Holta

Skoðað: 1239

Óætir kjúklinganaggar.

Frá því ég flutti aftur til íslands í lok ársins 2011 höfum við hjónaleysin reglulega keypt kjúklinganagga frá Holta enda ódýr matur og góður.
Fyrir nokkru brá svo við að uppskriftinni hjá þeim var breytt og eftir það er þessi vara nánast með öllu óæt.  Bragðvont og svo brimsölt að manni hreinlega líður illa eftir að hafa sporðrennt nokkrum bitum af þessu.

Ástæða þess að ég skrifa um þetta núna er sú, að ég var að klára nokkra bita af nöggunum og mér hreinlega líður illa eftir að hafa borðað þá.  Er þyrstur og þungur í maga.

Skoðum aðeins innihaldslýsingu á þessari vöru.

Innihald

Kjúklingur 68 %, sojaprótín, vatn, kartöflumjöl, salt, dextrósi, krydd (sellerý), vatnsrofin jurtaprótein, brauðhjúpur: hveiti, vatn, umbreytt hveiti sterkja, egg, bindiefni (E1404, E451, E470a), sýra (E270), litarefni (E160b, E100). Steikt upp úr repjuolíu.

Þar er salt í fimmta sæti yfir innihaldsefni og ef rétt er raðað niður í innihaldslýsingu, þá er saltið í meira magni en annað krydd og viðbótarefni þó sagt sé að það séu 1,5 gröm af salti í hverjum 100 grömum.  Miðað við bragðið og mína upplifun er saltið í það minnsta helmingi til þrisvar sinnum meira.
Hvers vegna var Holta að eyðileggja þessa frábæru vöru með því að breyta uppskriftinni og gera þetta að óætum, brimsöltum viðbjóði?

Skoðað: 1239

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment

Updated: 5. apríl 2017 — 12:30
Allur réttur áskilin. Jack H. Daniels © 2014

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka