Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Harðkjarna grillarar nota eingöngu kolagrill.

Skoðað: 1342

Þetta er fyrir alvöru grillara.

Ég tel mig vera harðkjarna grillara og fátt finnst mér meira ömurlegt en amatörar sem titla sig grillara þegar þeir draga fram útieldavélina, tengja gaskútinn og sjóða svo matinn í álpappír á þessum rándýru ruslahaugum sínum og sperra sig, fetta og bretta með öllum tilheyrandi „macho“ stælunum sem fylgja því að elda mat úti.

Ef þú ætlar að titla þig sem alvöru grillara, þá hendir þú útieldavélinni, álpappírnum og færð þér kolagrill og sinnir matnum meðan þú ert að grilla í stað þess að sjóða hann á þessu ömurlega apparati sem útieldavélin er.

Eigið gott GRILLSUMAR MEÐ ALVÖRU KOLAGRILLI.

Skoðað: 1342

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment

Updated: 2. ágúst 2017 — 16:17
Allur réttur áskilin. Jack H. Daniels © 2014