Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Framsókn breytist ekkert. Allt gert til að hygla flokksfélögum

Skoðað: 2222

Lítur svo sem vel út en hvernig ætli þetta sé í 20 gráðu frosti og norðan hraglanda?

Lítur svo sem vel út en hvernig ætli þetta sé í 20 gráðu frosti og norðan hraglanda?

Gámabyggð er nýjasta útfærsla Framsóknarkvenndisins Eyglóar Harðardóttur Félagsmálaráðherra á gömlu braggahverfunum sem herinn skildi eftir sig þegar hann hvarf úr landi eftir stríðið 1945.
Vissulega eru gámahúsin skárri en braggarnir en þetta verður aldrei íbúðarhúsnæði sem er í neinu kvaltí við raunveruleg hús.  Einangrun er þunn og léleg og loftræsting að sama skapi aldrei eins og í venjulegu húsi.

En þetta er ekki það sem ég ætlaði að fjalla um, heldur velta því upp hvers vegna er Eygló allt í einu svona hrifin af gámahúsum?
Skýringin kemur í ljós þegar farið er að kafa í málið og skoða það betur.

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra Framsóknar bloggaði á Pressuna fyrir viku um gáma svo eftir var tekið. Sagði meðal annars „Því ég gjarnan gera enn eina tilraunina til að vinna á fordómum gegn gámum, ekki hvað síst þar sem þar má finna nokkur af mínum draumahúsum, þökk sé flottum arkitektum og iðnaðarmönnum sem geta sannarlega hugsað út fyrir kassann“

Í athugasemdum við bloggið skrifar Svanur Guðmundson leigumiðlari þetta: „Við hjá Smáíbúðum höfum hannað og smíðað í samstarfi við fyrirtækið PEP litlar íbúðir til að mæta vanda á húsnæðismarkaði. Byggingarnar nota gáma sem stoðgrind fyrir byggingarnar og buðum sveitarstjórnarmönnum að skoða fyllkláraða íbúð. Treystum við okkur til að reysa viðkomandi íbúðir á 6-9 mánuðum. Fulltrúar frá Kópavogi mættu til að skoða en borgarfulltrúar núvernandi meirihluta í Reykjavík sáu ekki ástæðu til að mæta. Jafnframt áttum við fundi með skipulaginu í Reykjavík og þar kom fram að engin lóð væri til í Reykjavík og áhugi á að leysa bráðavanda fólks í húsnæðisvanda var enginn.“

Svanur er eiginmaður Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur borgarfulltrúa Framsóknar í Reykjavík.
Ef Eygló verður að ósk sinni um eyðingu fordóma gagnvart gámum og stuðlar þar með að uppbyggingu þeirra í massavís mun Svanur þessi auðgast mest allra.

Svona er Ísland í dag.

Skoðað: 2222

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment

Updated: 27. september 2014 — 18:31
Allur réttur áskilin. Jack H. Daniels © 2014

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka