Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Fatlaðir fjörkálfar á Austurvelli sunnudaginn 4. sept og þú mætir!

Skoðað: 1024

Samstöðuhittingur á Austurvelli 4. sept.

Samstöðuhittingur á Austurvelli 4. sept.

Við sem almenningur og samfélag verðum að standa vörð um réttindi hvers annars.  Það eru yfir 6.100 börn sem búa við fátækt á Íslandi.  Við viljum vekja athygli á þessum viðburði og biðjum ykkur öll um að koma og vera með okkur til að sýna að okkur er ekki sama um náungann.
Stöndum, sitjum og skemmtum okkur með heldri borgurum og öryrkjum landsins.

 

 

En svona að alvöru málsins.  Finnst þér í lagi að heldri borgarar landsins fái sömu laun og byrjendalaun fyrir unglingar?
Unglingarnir hækka í launum eftir stuttan tíma á vinnurmarkaði meðan heldri borgarar landsins sitja fastir í fátækragildru stjórnarmeirihluta og ríkis sem vill aðeins kannast við þá korter fyrir kosningar og síðan ekki meir næstu fjögur árin.

 

 

Við viljum minna á að allir eiga rétt á mannsæmandi lífi, eins og kemur skýrt fram í stjórnarskrá lýðveldisins, í einu af ríkasta landi heims.
Við krefjumst þess að allir fái þá velferðar- og heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa, óháð aldri eða stöðu, eins og lög kveða á um.

 

 

Krefjumst betri kjara fyrir heldri borgara og öryrkja!
Stöndum og sitjum saman, því saman erum við sterk.

 

 

Hittingur á Austurvelli næstkomandi sunnudag. 4.sept. til stuðnings öllum heldri borgurum og öryrkjum landsins.

 

 

Tilgangurinn er að almenningur komi saman í gleði og kærleik.  Það verður söngur og tónlistarviðburðir, grín og glens.

 

 

Ferðabæklingar.

Skoðað: 1024

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment

Allur réttur áskilin. Jack H. Daniels © 2014

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka