Jack H. Daniels

Svarthol Hugans

Dónalegu bæjarnöfnin í Danmörk

Skoðað: 1170

Bærinn Brundur eða Sæði í Danmörku.

Það er skondið að hugsa til þess að okkar gömlu lénsherrar, Danir, hafi gert í því að kalla smábæi á landsbyggðinni í Danmörku nöfnum eins og „Sæði“, „Rassgat“, „Graðstaðir“ og Helvíti, svo fátt eitt sé talið upp.

En þetta er staðreynd og má finna fleiri staði sem bera nöfn sem má þýða í léttu gríni yfir á íslensku svo teprurnar fari rækilega á taugum og roðni alveg niður í tær.

Á norður Jótlandi er lítill bær sem heitir Pikhede sem mætti á íslensku kalla „Limshöfuð“.
Utanvert í Djursland, milli Árósa og Randers er lítill bær sem með góðum vilja mætti nefna á íslensku, „Rassgat“, Danska nafnið er Røved.
Á vestur Jótlandi er bær sem heitir Tarm og mætti alveg kalla „Þarmur“ eða „Görn“ á íslensku.

Reiðholt eða Samfarahæð.

Og listinn heldur áfram.
Bøsserup, Sæd, Knepholt og Bøller eru þekkt staðarnöfn á smábæjum í Danmörk sem koma út brosi hjá fólki.

Hér má sjá lista yfir fleiri skondin bæjarnöfn í Danmörku.

Í skemmtilegri grein á BT.dk má einnig lesa eftirfarandi inngang að staðarnöfnum í Noregi, að hægt sé að keyra á tuttugu mínútum frá „Limi“ að „Þarmi“ sem eru smábæir á vesturströnd Jótlands.

Skoðað: 1170

Umsagnir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrifa

komment

Updated: 12. febrúar 2017 — 11:30
Allur réttur áskilin. Jack H. Daniels © 2014

Með því að halda áfram samþykkir þú að nota smákökur. meiri upplýsingar

Stillingar vefsíðunar krefjast þess að smákökur séu notaðar til að notendur fá bestu mögulegu gæði og hraða við að skoða síðuna. Ef þú heldur áfram að nota síðuna án þess að breyta smákökustillingum þínum eða með því að smella á "Samþykkja" hér að neðan, þá ertu mögulega að missa af efni á síðunni.

Loka