Category: Til gamans

Svarthol Hugans

Þegar ég ætlaði að gerast áhrifavaldur

Ég fékk þá fáránlegu flugu í hausin fyrir nokkrum misserum að gerast áhrifavaldur á netinu.  Nota mér samfélagsmiðlana til að auglýsa vörur og þjónust og græða helling á því enda var maður alltaf að sjá fólk sem þénaði rosalega upphæðir fyrir að sýna sig með ákveðnar vörur, í þeim, étandi þær nú eða jafnvel sitjandi…
Lesa meira

Kæru mótmælandi börn!

Sumt fólk hefur alveg bullandi húmor fyrir hlutunum meðan aðrir sjá hlutina í því samhengi sem þeir raunverulega eru. Hrafnhildur er ein af þeim sem setja hlutina í samhengi sem allir ættu að skilja og fara eftir. Kæru mótmælandi börn! Þar sem þið berjist fyrir loftslagsmálum af svona mikilli einurð er rétt að við foreldrar…
Lesa meira

Dónalegu bæjarnöfnin í Danmörk

Það er skondið að hugsa til þess að okkar gömlu lénsherrar, Danir, hafi gert í því að kalla smábæi á landsbyggðinni í Danmörku nöfnum eins og „Sæði“, „Rassgat“, „Graðstaðir“ og Helvíti, svo fátt eitt sé talið upp. En þetta er staðreynd og má finna fleiri staði sem bera nöfn sem má þýða í léttu gríni…
Lesa meira

Kona í klípu. Bráðfyndið myndband til að kitla hláturtaugarnar fyrir komandi vinnuviku

Það er átaknlegt þegar konur, (karlar reyndar líka) kaupa sér gallabuxur sem eru nokkrum númerum of litlar. Ég mæli með að hljóðið sé á og styrkurinn sæmilegur.

Háreyðingarkremið

Stundum kemur það fyrir að maður rekst á skemmtilegar sögur sem maður verður að deila með öðrum. Þessa sögu rak á fjörur mínar á hinum alræmda miðli, Facebook og það verður að segjast eins og satt er, að ég grét úr hlátri við lesturinn.   Eftir að hafa verið sagt að „dinglið mitt“ liti út…
Lesa meira

Auðlesnar konur

Eygló Gunnþórsdóttir, ljósmyndari og listamaður hjá Gallery Queen, á klárlega mynd dagsins. Þegar kemur að því að átta sig á kvennþjóðinni, þá eru sumar konur auðlesnari en aðrar, en á meðfylgjandi mynd er eitt allra besta dæmið um slíkar konur enda hægt að lesa allt utan á þeim…

Ömmufars. Innihaldslýsingar óþarfar

Einstaka sinnum ber auglýsingar frá matvælaframleiðendum þess merki að mann langar af einhverjum ástæðum ekkert í framleiðslu þeirra né vörur af svipuðu tagi. Dæmið sjálf.

Það er logið stanslaust að íslendingum

Eins og flestir vinir mínir og margir sem fylgjast með mér, þá er vitað að ég er þessa dagana staddur í Svíþjóð í smá fríi. Ég er á þriðja degi núna og svo furðulegt sem það er þá er ég nú þegar jákvæðari, bjartsýnni og meira lifandi heldur en ég hef verið í þrjú ár…
Lesa meira

Konungur Bíldalíu óskar eftir drottningu sér við hlið

Við sunnanverðan Arnarfjörð, á vestfjörðum er lítið sjávarþorp þar sem búa rétt innan við 200 íbúar.  Þar hafa íbúarnir stofnað konungsríki eitt er þeir kalla Bíldalíu og síðasta sumar var krýndur þar konungur til að stjórna ríkinu.  Vinnustaður hans og höll gengur í daglegu tali undir nafninu Skrímslasetrið. Nú ber svo nýrra við, því konungur…
Lesa meira

Lifandi veðursýn

Flestir gera frekar lítið af því að fylgjast með veðurfréttum nema þá þegar eitthvað sérstakt er í gangi, hvort heldur sem það snýr að þeim persónulega eða þegar staðan er eins og núna að gífurlega djúp lægð er að renna sér upp að suðvestanverðu landinu með aftakaveðri og meiri vindhraða heldur en sést hefur á…
Lesa meira

Ráðherfa innanríkismála

Það er ekki oft sem fólk, þaðan af síður fréttafólk, orðar hugsanir sínar með eins beinum hætti og Tryggvi, fréttamaður á Rúv í kvöldfréttum þegar hann fjallaði um mál Hönnu Birnu og sagði svo að augljóst var, ráðherfa í stað ráðherra. Drengurinn má þó eiga það að hann brá ekki svip heldur hikaði aðeins og…
Lesa meira

Snillingur

Það er alltaf gaman að sjá skemmtilegar auglýsingar og hér er ein sem toppar alveg daginn enda hverjum manni ljóst að þar fer snillingur með myndavélina. Eða hvað?