Flokkur: Sögur

Svarthol Hugans

Að klúðra einföldum morgunverði

Það þarf snilling til að klúðra einföldum morgunverði en það tókst mér áðan af minni alkunnu snilld. Ég ætlaði mér bara að fá mér tvær pylsur örbylgjuhitaðar til að narta í áður en ég kæmi mér í garmana og færi að hreinsa hjá köttunum, ryksuga og horfa svo á draslið í bílskúrnum og reyna að…
Lesa meira

Ferðasaga og flutningur til Svíþjóðar, lífið í Svíþjóð frá 13. júní til dagsins í dag

Hér að neðan er samantekt á ferðalagi mínu frá því ég lagði af stað frá Selfossi þann 13. júní siðastliðin á mótorhjóli til að yfirgefa ísland og setjast að í Svíþjóð til langframa og fram til dagsins í dag. Farið á hundavaði yfir ferðalagið og dregið saman það helsta sem á dagana hefur drifið síðan…
Lesa meira

Dagbókarfærslur úr mögulegri framtíð

Það sem ritað er hér að neðan er eingöngu hugarburður minn úr einni af mörgum mögulegum framtíðarþráðum sem okkur eru með öllu huldir í dag. Skáldskapur kallast þetta en líka má kalla þetta óskasýn á framtíðina. Njótið lestursins. 25. maí, 2021. Hátíðisdagur í dag eins og vera ber því nú eru fimm ár liðin frá…
Lesa meira

Vetrarnótt

Ég vaknaði við eitthvað þrusk og fann að ég var ekki einn. Erfitt var að opna augun vegna bólgu sem var tilkomin eftir slagsmál kvöldið áður þar sem nokkrir aðilar slógust bak við veitingahús um að komast í ruslatunnurnar eftir að afgöngum úr eldhúsinu hafið verið fleygt. Ég hafði verið skallaður illa á nefið og…
Lesa meira

Liggur þér lífið á?

Jón leit á hraðamælinn áður en hann hægði á sér; 130 á 90 km svæði…. fjórða skiptið á jafn mörgum mánuðum. Hvernig var hægt að láta ná sér svona oft? Hann hægði á sér og fór út í kant, en ekk nógu langt og stóð bílinn aðeins út á veginn. Æi, ég leyfi löggunni að…
Lesa meira

Sex á sandströnd

Á þeim tíma sem ég bjó í Flensburg sumarið 2008 lenti ég í ýmsum æfintýrum sem eru svo sem varla í frásögur færandi, en þegar ég las frétt á Nordjyske nú í morgunnsárið rifjaðist upp fyrir mér atburður sem sagt verður frá í stuttu máli. Þannig var málum háttað að einn góðan veðurdag, (af mörgum…
Lesa meira