Um mig

Ég heiti Karen Dögg Gunnarsdóttir og er fædd árið 1992.

Ég ólst upp í Hafnarfirðinum en flutti síðan á Selfoss í lok árs 2011 til að sækja nám í hestamennsku við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Ég hef alla tíð elskað hesta og mig dreymdi alltaf um það sem barn að eiga minn eigin hest og gera hestamennskuna að minni atvinnu.

Í dag á ég 6 hesta (sjá nánar hér)

Ég held enn fast í þann æskudraum að verða atvinnuknapi, stunda tamningar, þjálfun og ræktun.

179725_334999119959768_1662038958_n

Hér er ég ásamt fyrstu merinni minni, Ísold frá Skíðbakka II, betur þekkt sem Flicka.