Viðburðalítið sumar

Þar sem sumarið var frekar viðburðalítið að mörgu leyti þá hef ég ekki bloggað neitt, en Frakkur, Hervör og Perla voru inni fyrri hluta sumarsins.

Nú er Perla komin norður í Langadal til Flicku og Viðju, en þær tvær eru búnar að vera hjá graðhestinum Hlyn frá Haukatungu (8.37 ae.) svo það verður spennandi að sjá hvort þær séu fylfullar, það kemur í ljós þegar þær verða sónaðar. 😉

En Perla verður líklega í Langadal þar til hún kemst á tamningaraldur, en ég held í vonina að ég geti jafnvel tamið hana sjálf þegar að því kemur enda er hún rosalega auðveld og námsfús. Ég vann að vísu aðeins með hana í sumar, teymdi hana um hverfið, tók upp lappir og svona þetta helsta sem tryppi ætti að kunna. Ég þurfti nú ekki að hafa mikið fyrir því að kenna henni þessa hluti þar sem hún virðist bara temja sig sjálf. 😉

Það tók mig 2 skipti að venja hana við það að taka upp lappir, hún labbar upp á kerru eins og ekkert sé sjálfsagðara, flugteymist og fetar sultuslök við slakan taum og hún alveg elskar að láta kemba sér.

Ég gæti ekki beðið um betra geðslag, en hún Perla er einungis 2 vetra gömul, fædd 2012. Ég var líka spurð þónokkuð oft hvort ég ætli ekki að láta temja hana núna í haust vegna þess hve stór hún er, fólk hélt samsagt að hún væri 3 vetra að detta á 4 vetur. 😉

Hún er algjör gullmoli þessi hryssa!

En svo um mánaðarmótin næstu, sept.-okt., koma Frakkur og Hervör á hús og þá verð ég vonandi aktívari við að blogga. :)

Þangað til næst. 😉

IMG_3513

Perla frá Selfossi, sumarið 2014

Velkomin!

Halló!

Velkomin á vefsíðuna mína!

Ég heiti Karen Dögg og hér mun ég deila fréttum og myndum af því sem er að gerast hjá mér í hestunum ásamt því að deila mínum hugleiðingum tengdum hestum og hestamennsku.

Ég er enn að byggja vefinn upp svo hann er enn svolítið hrár, en því verður kippt hægt og rólega í lag.

Með kærri kveðju,

Karen og hestarnir.

IMG_5632